Skilmálar og samningur
Samningur þessu hefur þann tilgang að báðir aðilar, seljandi og kaupandi viti við hverju megi búast og skilji hverjar skuldbindingar hans eru.
Innborgun
Þegar gerð er pöntun hjá okkur þarf viðskiptavinur að greiða 50% af heildar upphæð vörunnar sem staðfestingargjald. Seinni helmingur greiðist eigi síðar en 10 dögum eftir að vara kemur til landsins, nema um annað sé samið. Við munum áætla tímann sem það tekur að fá vöruna en getum aldrei gefið nákvæma dagsetningu.
Greiðsla
Ef við af einhverjum ástæðum höfum tekið við greiðslu en getum ekki pantað kjólinn eða afhent hann þá endurgreiðum við þér að fullu innborgunina. Að öðru leiti er innborgun eða greiðsla fyrir kjól aldrei endurgreidd. Vara telst eign Loforðs þangað til hún hefur verið greidd að fullu og fæst hún ekki afhent fyrr en greitt hefur verið fyrir hana að fullu. Sæki viðskiptavinur ekki vöru leggst á geymslugjald 800 kr. á dag nema um annað sé samið.
Breytingar
Við ábyrgjumst engar breytingar á kjólnum ef breytingar eru gerðar annarsstaðar en á okkar saumastofu sem við mælum eindregið með að þú nýtir þér. Verð á breytingum er ekki innifalið í verði á kjól.
Stærðir
Sérpantaðir kjólar eru ekki sérsaumaðir á viðskiptavin, þeir eru pantaðir í þeirri stærð sem er næst þinni stærð svo eðlilegt er að það þurfi að gera minniháttar breytingar þegar kjóllinn kemur til landsins. Við tökum mál af þér til að panta kjólinn og berum enga ábyrgð ef þú breytist (þyngdaraukning/þyngdartap) frá því máltaka á sér stað þangað til kjóllinn kemur. Með undirritun þessa samnings samþykkir þú að málin sem tekin eru af þér séu rétt.
Sýnishorn
Allir afsláttarkjólar (sýnishorn) eru seld eins og þau eru og fæst hvorki skilað né endurgreitt, það er á ábyrgð viðskiptavinar að skoða kjólinn vel við kaup og ítrekað er að breytingar eru ekki innifaldar í verði.