Loforð er stofnað í janúar 2019 af Ásdísi Gunnarsdóttur kjólameistara. Ásdís útskrifaðist með sveinspróf í kjólasaum árið 2009 en hún tók starfsnámið sitt hjá þekktum brúðarkjólahönnuði í New York og þannig kviknaði áhuginn á brúðarkjólum fyrst. Síðan þá hefur hún unnið við allskyns störf innan tískubransans og öðlast reynslu á hinum ýmsu sviðum. Ásdís starfaði lengi sem förðunarfræðingur bæði hjá nokkrum stórum merkjum og sjálfstætt starfandi og ákvað því að bæta því inn í litlu verslunina að hægt sé að bóka í förðun hvort sem það er á stóra daginn eða einhvern annan dag.

Verslunin

Í Loforði getur þú nálgast flest allt fyrir stóra daginn þegar kemur að útliti brúðarinnar, við erum með kjóla, fylgihluti, skó, slör, skart, brúðarmeyjarkjóla og svo margt fleira. Við bjóðum einnig upp á sérsaum, breytingar og viðgerðir á öllum fatnaði. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu og geta boðið öllum upp á kjól óháð aldri, stærð og stíl. Allir eru velkomnir í Loforð.

Breytingar

Við tökum einnig að okkur allar breytingar og viðgerðir á brúðarkjólum, þú getur bókað tíma hjá okkur í ,,breytingar og viðgerðir“ ef þú vilt kíkja til okkar með kjólinn inn í breytingu.

Sérsaumur

Við erum með saumverskstæði á efri hæðinni hjá okkur og tökum að okkur að sérsauma draumakjólinn þinn. Sniðugast er að byrja á að bóka tíma í mátun hjá okkur og taka sérsaums spjallið útfrá því.

Spjallaðu við okkur

Þú getur hringt í okkur í síma 7898133 eða haft samband hér að neðan.

Hafa samband