NÝTT LOFORÐ TEYMI

Loforð er í eigu Ásdísar Gunnarsdóttur og Írisar Hrannar Hreinsdóttur. Loforð er stofnað í janúar 2019 af Ásdísi sem er kjólameistari en í ágúst 2023 sameinaðist Loforð versluninni Brúðhjón sem var í eigu Írisar en Brúðhjón kom út frá Brúðarkjólaleigu Katrínar sem stofnuð var árið 1985. Það má því með sanni segja að við búum yfir margra ára reynslu og mikilli fagmennsku. Áherslan okkar er að veita persónulega þjónustu og vandaðar vörur. Brúðarfatnaður og fylgihlutir eru okkar ástríða og við viljum endilega fá að taka þátt í að gera ykkar dag sérstakan.

Verslunin

Í Loforði getur þú nálgast flest allt fyrir stóra daginn þegar kemur að útliti brúðhjónanna, við erum með kjóla, jakkaföt, fylgihluti, skó, slör, skart, föt á börnin, gjafavörur og svo margt fleira. Við bjóðum einnig upp á, breytingarþjónustu og viðgerðir á öllum fatnaði sem keyptur er hjá okkur. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu og geta boðið öllum upp á kjól óháð aldri, stærð og stíl. Allir eru velkomnir í Loforð.

Saumastofa

Við erum með saumaverskstæði á bakvið hjá okkur og tökum að okkur að breyta fatnaði sem keyptur er hjá okkur, hjá okkur starfar faglært fólk með mikla reynslu.

Spjallaðu við okkur

Þú getur hringt í okkur í síma 789-8133 eða ýtt á haft samband hér að neðan. Mælum með því að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst ef þú færð ekki svar þegar þú hringir. Flestar af okkar vörum krefjast mikils þjónustustigs svo við komumst ekki alltaf í að svara í símann á opnunartíma. Það má líka alltaf spjalla við okkur á samfélagsmiðlum okkar.

Hafa samband