Skilmálar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun Loforð brúðarverslun og verkstæði. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.loford.is

Loforð áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Hægt er að borga með korti, millifærslu og Netgíró.

Til að forpanta vöru sem er ekki til á lager hafðu samband á loford@loford.is.

Þegar þú verslar á www.loford.is getur þú valið á milli þess að sækja í verslun eða fengið pöntunina þína senda með Dropp eða Íslandspósti. 

Þú getur valið að fá pöntunina þína senda beint heim, póstbox eða á næsta pósthús eða Dropp stað (Ath á sumum stöðum er ekki póstbox né hægt að fá sent heim að dyrum, vinsamlegast kynnið ykkur það)

Við sendum þér vöruna/r í pósti í gegnum stærsta póstþjónustukerfi landsins, Íslandspóstur (postur.is) og með Dropp fyrir þá sem velja þann valmöguleika. Pantarnir eru settar í póst næsta virka dag eftir að greiðsla hefur verið staðfest.

750kr.-1500kr sendingargjald leggst ofan á verð, fer eftir því hvað sendingarleið er valin.

Veljir þú póstsendingu getur þú nálgast pakkann þinn á næsta pósthúsi eftir 1-3 virka daga (athugið að á mörgum stöðum úti á landi er pakkinn keyrður beint heim þar sem pósthús er ekki nálægt).

Við leggjum metnað í að varan berist til þín í fullkomnu ásigkomulagi. Þess vegna ábyrgjumst við vandaða pökkun og frágang vörunnar áður en hún fer frá okkur.

Verslunin okkar er við Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík. Fyrirtækið sjálft heitir Loforð ehf.

Ef vara er ekki til á lager verður haft samband við kaupanda. 

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga frá móttöku vörunnar að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalega ástandi. Skyldir þú vilja skila eða skipta skóm er það ekkert mál. Þú getur annað hvort skipt vörunni í verslun gegn sölunótu eða haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á asdis@loford.is.  Endursending vöru er á ábyrð og kostnað kaupanda nema um sé að ræða ranga/gallaða vöru.

Ekki er hægt að skipta eða skila fylgihlutum eða sérpöntunum nema ef um gallaða vöru er að ræða.