Mátunarferli
Hér eru nokkrir gagnlegir punktar sem aðstoða þig við að undirbúa ferlið sem þú ferð í gegnum við leit að draumakjólnum þínum.
Hér eru nokkrir gagnlegir punktar sem aðstoða þig við að undirbúa ferlið sem þú ferð í gegnum við leit að draumakjólnum þínum.
Bókaðu tíma í fyrstu mátun 10-12 mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn. Það getur tekið allt að 7 mánuðum að fá hann afhentan að utan. Sniðugt að vera búin að vista myndir af síðunni af þeim kjólum sem þú vilt ná að máta.
Við pöntun á kjól tökum við málin þín og veljum út frá þeim þá stærð sem hentar þér best. Þú greiðir fyrir helminginn af kjólnum við pöntun. Ef þú ert á góðum tíma er mjög gott að vera búin að panta kjólinn 7-10 mánuðum fyrir stóra daginn.
Þegar kjóllinn kemur til landsins greiðir þú seinni helminginn af verði kjólsins og mátar hann. Í langflestum tilfellum þart að gera breytingar. Ef þú ætlar að láta gera breytingar hjá okkur eru þær ákveðnar á þessari stundu.
Þegar breytingar hafa verið gerðar kemur þú í lokamátun til að athuga hvort það sé ekki allt eins og það á að vera, greiðir fyrir breytingarnar og tekur kjólinn svo með þér í fatapoka sem fylgir með honum.